þriðjudagur, janúar 06, 2009

Ætli það sé verið að gefa tóninn fyrir hvítþvottinn um bankahrunið með þessu ?

www.ruv.is
6. janúar 2009

Fyrst birt: 05.01.2009 22:29
Síðast uppfært: 05.01.2009 22:30

2 skýrslur komnar um hrunið

Tvö af þremur endurskoðunarfyrirtækjum sem rannsakað hafa bankanna í aðdraganda hrunsins hafa skilað skýrslum til Fjármálaeftirlitsins. Fyrirtækið sem rannsakar Glitni skilar af sér um mánaðamótin. Efnið verður ekki gert opinbert.

Endurskoðunarfyrirtækið Ernst og Young var fengið til þess að rannsaka Glitni eftir að KPMG sagði sig frá verkinu fyrir jól. Erlendur sérfræðingur stýrir þeirri vinnu í samvinnu við starfsmenn Ernst og Young hér á landi. PriceWaterHouse Coopers og Deloitte skiluðu sínum niðurstöðum fyrir áramót eins og stefnt var að.

Fyrirtækin áttu meðal annars að fara yfir viðskipti bankanna fyrir hrunið og hvort lög og reglur hafi verið brotin. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis á ekki von á því að skýrsla Ernst og Young verði gerð opinber en skilanefndin fær drög að henni í lok mánaðarins. Fjármáleftirlitið mun hins vegar fara í saumana á henni og ennfremur rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði fyrir áramót.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item244731/

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home