föstudagur, maí 26, 2006

Öfgakennd rólegheit með hávaða & glasalyftingar í kvöld!



Þetta er málið í kvöld, og tilheyrandi bjórglasa lyftingar sem leiða til hressilegs fyllerís.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Kaffi er GOTT

Að sitja með kaffibolla, sígó og blasta Darkthrone í græjunum, eftir sveittan og loftlausan vinnudag er tær snilld... Sama get ég ekki sagt um það að vakna við djöfulgang frá ruslaköllonum í morgun, eftir að hafa farið aðeins of seint í háttinn eftir óvænt og skemmtilegt kráar kvöld í góðum hópi fólks, þá var það alls ekki efst á óskalistanum að vakna fyrir kl. sjö við tunnuskelli og djöfulgang og ná ekki að festa svefn aftur vegna þess að þurfa hlusta á þennan hávaða allan þann tíma sem þeir týndu ruslið í allri götunni, mjög svo óskemmtilegt.
Veðrið sem er búið að vera undanfarna daga er að fá stórann plús, þó er reyndar frekar leiðinlegt að vera fastur í innandyra í loftleysi í vinnuni, en sem betur fer er verið að selja viftur í búlluni það bjargaði alveg deginum í dag í öllum þessum hita að geta skellt nokkrum viftum í samband og kæla sig niður, er jafnvel að gæla við það að versla mér eitt stykki á góðum starfsmanna afslætti til að geta kveikt á hér heima þegar það verður sem heitast í sumar, held það sé bara skrambi góð hugmynd.
Merkilegt hvað maður getur fests í að hugsa um atvik sem manni finnst maður ekki muna rétt eða nægilega vel frá og veldur manni miklum heilabrotum, sem betur fer gerist það ekki oft að ég fái blackout á djamminu og í rauninni er það frekar fátítt, en þegar það gerist þá er það helvíti pirrandi.
Svoldið í svartari kanntinum rausið í dag, en það skrifast á ótímabærann hávaða frá ruslaköllonum og þreytu sökum þess.