mánudagur, nóvember 24, 2008

Kómísk samfylking og vantraust tillaga á ríkisstjórnina.

Tillaga formanna stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar, er á dagskrá Alþingis í dag og svo mun fara fram atkvæða greiðsla um tillöguna í lok umræðna.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig atkvæðin munu fall hjá Samfylkingunni í ljósi þess að bæði Viðskiptaráðherra,Umhverfisráðherra og einnig Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin eigi ekki að sitja úr kjörtímabilið.
Og svo er gaman að velta fyrir sér hvert atkvæði Ingibjörg Sólrún fellur, eftir mjög svo kómíska yfirlýsingu hennar á miðstjórnar fundi samfylkingarinnar um helgina "Jafnframt sagði Ingibjörg að þeir mótmælafundir sem haldnir séu reglulega þessa dagana væru til marks um lífskraft fólksins í landinu og það fólk sem mætti í friðsöm mótmæli ætti hrós skilið því með því væri fólkið að taka þátt í málefnalegri umræðu í landinu. Ef hún væri ekki í ríkisstjórn myndi hún sjálf mæta á mótmælafundina(vísir.is)" hvort skyldi hún velja að mótmæla sjálfri sér í dag eða ekki ?